Ég sem ætlaði að hætta þessu.

Ég gerði svolítið í gær sem ég hef verið að reyna að hætta. Ég tók vinnuna með mér heim. Var eins og konan í auglýsingunni sem er altaf að þvælast með vinnuna sína hvert sem hún fer, snildarauglýsing. Ég hef horft á hana með gagnrýnisaugum og hrósað happi fyrir að vera EKKI eins og hún. Sá hlær best sem síðast hlær. Nú er bara að taka sér tak og hætta í vinnunni þegar ég geng þaðan út.

En ég hef kannski smá afsökun, þar sem ég átti að senda frá mér fjárhagsáætlunina fyrir daginn í dag og var veik tvo daga í þessari vinnuviku. Var svo á fundi í gær þar sem einn fundarmeðlimur sagði okkur frá snildarforriti sem hægt er að setja í tölvuna og vinna svo í henni hvar sem er í öðrum tölvum. Og hvað gerði ég. Náði mér í þetta forrit í tölvunni í vinnunni og gat svo unnið heima til kl. 2 í nótt úr vinnutölvunni. FRÁBÆRRT!!!!!!  

Næst þegar ég kem í vinnuna ætla ég að henda þessu forriti út aftur. Ég var semsagt til 2 í nótt að reyna að HAGRÆÐA í rekstri skólans, sofnaði með þetta á heilanum og vaknaði með nýjar hugmyndir um hagræðingu.

Ég er hætt og farin að lifa lífinu fyrir utan vinnuJoyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Við vinnum svo við höfum efni á að vera í fríi...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.11.2007 kl. 19:04

2 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Howdí Þekki þetta vel, enda er ég með vinnuna á heilanum, en mín er líka svo skemmtileg hehe.   Annars er bara eitt orð handa þér um þetta mál mín kæra.......FORGANGSRAÐA!!!!  og hafa sjálfan þig svo aðeins ofar á blað í þeirri röðun.

Kristjana Atladóttir, 10.11.2007 kl. 22:59

3 Smámynd: Halla Rut

Ég bara sé ekkert að því að taka vinnuna stundum með sér heim. Það sýnir bara metnað þinn og dugnað. Ég held bara að það sé ekki hægt að vera í ábyrgðarstöðu og komast áfram nema að þurfa stundum að lengja daginn. Sömuleiðis tel ég það vera forréttindi að geta tekið vinnuna heim en ekki þurfa að vera lengur á vinnustaðnum.

Halla Rut , 11.11.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband