Stútar undir stýri
28.10.2007 | 20:54
í einum af Reykjavíkurferðum mínum rakst ég á gamlan vinnufélaga og bauð hann mér í kaffi þar sem hann vinnur núna. Við settumst inn í eitt fundarherbergið. Þar var kælir með allskyns drykkjum þar á meðal ýmsum bjórtegundum. Svo sýndi hann mér annan kæli en þar var rauðvín og kampavín. Ég veit svosem að ýmis fyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum upp á áfenga drykki við hin ýmsu tækifæri en ég vissi ekki að oft á föstudögum er vinnuvikan enduð með því að á að fá sér einn bjór eða svo. Og svo er keyrt heim. Það eru sem sagt eitthvað um það að fólk sé undir áhrifum áfengis seinnipart á föstudögum. Ji ég er svo græn að þetta vissi ég ekki. Eins sagði þessi vinur minn það að fyrirtækið sem hann vinnur hjá er í miklum tengslum við Danmörku og þar þykir nú ekkert tiltökumál að fá sér einn eða tvo í kaffitímum. Eins er það vani hjá þeim þarna úti, þar sem þetta fyrirtæki þekkir til. að byrja drykkjuna kl. 4 á föstudögum en þá er vinnuvikan búin þar. Svo að vinnufélagar vinar míns hafa tekið upp þennan sið hjá Dönum nema að þegar kl. er 4 í Danmörku er hún 2 hér á Íslandi yfir sumartímann svo eitthvað hefur verið um það að byrja að opna bjórinn eitthvað fyrr stöku sinnum að hætti Dana. Það er nú gott að þetta fyrirtæki skiptir ekki mikið við þau lönd þar sem klukkan er mörgum tímum á undan okkur, t.d. Thailand en þar er kl. 8 tímum á undan, þá þyrftu þeir að byrja vinnudaginn á að fá sér einn.
Athugasemdir
Einmitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2007 kl. 21:36
Ég held að þetta sémiklu algengara en við gerum okkur grein fyrir, það þyrfti að taka miklu harðar á stútum undir stýri.
Huld S. Ringsted, 28.10.2007 kl. 22:55
Tími fyrir einn gráan?
Kristjana Atla (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.