Myndbirtingar
28.10.2007 | 20:04
Það var skrifað um það hér á blogginu um myndbirtingar fjölmiðla á vettvangi bílslysa. Ég er á því að ekki þurfi að birta myndir af vettvangi bílslysa eins og gert er. Sumir myndu segja að myndbirtingar af þessu tægi séu öðrum víti til varnaðar. Það getur alveg verið en þær meiða líka alla þá aðstandendur sem standa á bak við alla þá sem slasast eða láta lífið í bílslysum. Ég hef því miður verið í þeim sporum og var á varðbergi næstu daga þegar eitthvert af dagblöðunum kom í hús eða þegar fréttatímar í sjónvarpi voru. Enda voru fjölmiðlamenn mættir á slysstað ótrúlega fljótt eftir að slysið þar sem ég missti bróðir minn. En það eru ekki bara dagarnir á eftir sem maður getur átt von á að sjá mydir af slysstað heldur líka í fréttaannálum á gamlárskvöld þegar farið er yfir það ár sem er að líða hverju sinni. Kannski að ég sendi bara bréf á fréttastjóra sjónvarpsstöðvana og bendi þeim á þennan punkt. Læt ykkur kannski vita ef ég geri það.
Kveð í bili.
Athugasemdir
Ég var einn af þeim sem taldi það rétt að fjölmiðlar ættu að fá að setja myndir af slysi samstundis í blaðið... ég var blindur. Takk fyrir að vekja mig, þú líka. Ég er búinn að skipta um skoðun.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2007 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.