Ég hef

ákveðið að taka mér frí frá námi fram að næstu önn. Þetta var ekki auðveld ákvörðun þar sem ég vil nú klára það sem ég byrja á og hef farið það á þrjóskunni ef ekki annað hefur dugað en ákvað í gærkvöldi að hugsa aðeins og því var þessi ákvörðun fyrir valinu. Ég hafði sambandi við tvo skólafélaga mína þar sem við höfum verið að læra saman og ætluðum við að hittast í dag út af verkefni sem á að skila í kvöld. Þeir voru alveg miður sín og sögðu að við skyldum nú hittast og klára saman verkefnið mitt. Þetta fannst mér ótrúlega sætt af þeim en þáði það ekki. Enda er þetta allt í þessu fína þó að ég taki smá pásu. Þetta námskeið er ekki skylda til að klára það nám sem ég stefni á en það er Diplómunám í Stjórnun menntastofnana. Svo að ég mæti bara fílhraust eftir áramót og rúlla upp því sem eftir er.Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Vonandi líður þér bara vel. Það er aðalmálið. Það má alltaf mennta sig seinna.

Hafði það gott.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 24.10.2007 kl. 15:19

2 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Til hamingju með að hafa tekið yfirvegaða ákvörðun mín kæra.  Ég er komin heim...en hvar ert þú????

Kristjana Atladóttir, 24.10.2007 kl. 21:28

3 Smámynd: Halla Rut

Þín ákvörðun og þá er bara standa með henni og líða vel með hana.

Gangi þér vel. 

Halla Rut , 25.10.2007 kl. 00:13

4 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Ég þakka fyrir commentin og hlý orð.

Sóley Valdimarsdóttir, 26.10.2007 kl. 20:46

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband