Þú lærir svo lengi sem þú lifir
13.10.2007 | 09:57
Um síðustu helgi fór ég á einkar áhugavert námskeið sem var haldið á vegum Rauða krossins og bar yfirskriftina Námskeið fyrir aðstandendur geðfatlaðra og áhugafólk um geðheilbrigðismál.
Á þessu námskeiði hitti ég fullt af yndislegu fólki sem hefur verið að leiðbeina mér áfram í minni vinnu um bætta líðan mína og minna. Það er athyglisvert að þegar haldið er í ferð í leit að öðru lífsmynstri hvað það getur tekið mikið á. Svo mikið að stundum hefur sú hugsun skotið upp í kollinn: er ekki bara betra að sitja og gera ekki neitt. En sem betur fer hef ég ekki sest enn niður og látið staðar numið. Heldur held ótrauð áfram og safna saman fullt af fróðleik sem ég get vonandi deilt með þeim sem það þyggja.
Í gærkvöldi fór ég í bíó og sá myndina The Brave One. Mjög góð mynd. En það var músikin sem einnig náði að heilla mig og þegar ég kom heim fór ég að leita af upplýsingum um þessa söngkonu. Og það tókst og hún heitir Sarah McLachlan. Lagið sem ég heillaðist af heiti Answer og er bara yndislegt.
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.10.2007 kl. 10:23
Ókí dókí, takk
Sóley Valdimarsdóttir, 13.10.2007 kl. 10:38
bara tíu dagar af meðferð eftir. Sakna þín fullt og hlakka til að hittast aftur.
Kristjana Atladóttir, 15.10.2007 kl. 18:43
P.s gleymdi að segja GEÐVEIKIR ROKKA
Kristjana Atladóttir, 15.10.2007 kl. 18:44
Þú ert bara frábær.
Halla Rut , 25.10.2007 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.