Hugsa upphátt

Það er staðreynd að í fangelsum út um allt situr oft inni fólk sem hefur átt ömurlega ævi. Stundum hugsa ég ætli þetta þurfi að vera svona. Ætli að það hafi verið hægt á einhverjum tímapunkti í lífi einhvers þessa fólks að breyta einhverju. Ég veit um 7 ára barn sem nú loksins er búið að taka af foreldrum sínum. Í þrjú ár hafa aðstandendur barnsins bent barnaverndarnefnd á óviðunandi ástand barnsins og ekkert eða lítið að gert. Allfaf verið að gefa foreldrunum einhverja sénsa á að bæta ástandið. Nú 3 árum seinna viðurkenndi barnarverndanefnd í sveitarfélagi barnsins að nú væri nóg komið og að beðið hefði verið allt of lengi. Barninu hefur verið komið í fóstur til langs tíma en því miður þrátt fyrir ungan aldur eru mörg sár á sálinni sem ég vona að eigi eftir að gróa. En ef þau ná ekki að gróa hvað þá? Er þetta þá einstaklingur sem á eftir að brjóta af sér og vera sjálfum sér og öðrum til ama? Því miður held ég að stundum hafi verið hægt að bjarga mörgum.

Annað dæmi. Ungur maður sem hefur því miður fetað í fótspor eiturlyfja og brotið af sér oftar en einu sinni. Hann hefur einu sinni setið inni og þá fyrir eitt brot af mörgum en brotin voru ekki dæmd öll í einu svo hann þarf einhverntíman á næstu mánuðum að sitja þá af sér. Á undan honum eru tugir fólks sem þurfa að taka út sinn dóm og meðan bíður hann úti í þjóðfélaginu og reynir að plumma sig. Því miður held ég að það gangi eitthvað ílla enda framtíðin ekki björt með fangelsisdóminn á eftir sér. Auðvitað veit ég að það var hans ákvörðun að fara þessa leið í lífinu en ef fólk vill nú snúa við blaðinu held ég að það sé ekki auðvelt.

Ætli að það sé ekki miklu mannlegra og ódýrara fyrir þjóðfélagið að hlúa betur að hvert öðru? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þetta er einmitt það sem ég er búin að vera að hugsa undanfarna daga bara á annan hátt. Börn sem þjást af ofvirkni og athyglisbresti er hættara við að leiðast út í eiturlyf, afbrot, glæpi og aðra óreglu.  Ég held því fram að ef þessi börn fá mikinn stuðning og "þjálfun" þegar þau eru ung þá væri hægt að koma í veg fyrir að mörg þeirra fari villu vegar síns.  Það að verða fyrir t.d. einelti sem þessi börn verða alltof of fyrir og sú staðreynd að þessar litlu manneskjur finna alltof oft að þær séu til ama og óþæginda fyrir allt og alla í kringum sig hefur mjög slæm áhrif á sálina og það sjálfstraust og sjálftrú sem við þurfum öll á að halda til að funkera í lífinu. 

Halla Rut , 4.10.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband