Í 3 tíma í kirkju

Og það er ekki líkt mér, er ekki mjög kirkjurækin. Reyndar er kirkjan okkar líka menningarmiðstöð og þar af leiðandi fer ég oft þangað til að njóta ýmissa menningarviðburða. 

Kristjana vinkona hringdi í morgun og spurði hvort ég vildi koma með henni í messu. Eftir að hún hafi náð að samfæra mig um ágæti þess játti ég og úr varð að við vorum mættar í kirkju kl 14. Það sem vakti áhuga minn var kór Áskirkju sem átti að syngja með okkar kór og það er alltaf gaman að hlusta á góðan söng. Eftir messu var opnuð myndlistarsýning á verkum Georgs Guðna og svo boðið uppá kaffi og með því. Kl. 4 voru svo tónleikar með Kór Áskirkju (sem ég vissi reyndar ekki af fyrr en í messu) sem ég ákvað að hlusta á og var það mjög góð skemmtun.

Núna er ég hins vegar að hlusta á einn af uppáhalds tónlistarmönnunum mínum, Paul Simon. Þetta er DvD tónleikadiskur með Paul sem heitir Graceland: The African Concert. Hreint út sagt miklu meira en frábær tónlist sem og fá aldrei nóg af. Þannig að dagurinn hefur einkennst af mikilli músik enda hún gerir lífið allt miklu skemmtilegra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband