Lögguhasar
28.9.2007 | 22:51
Ég ætla að deila með ykkur mjög svo skrítnu atriði sem ég lenti í og er enn ekki búin að átta mig á hvort það hafi átt sér stað í raunveruleikanum svo fáránlegt var það.
Á miðvikudaginn þurfti ég að fara á fund yfir á Reyðarfjörð. Á leiðinni tekur lögreglubíll fram úr mér á mjög mikilli ferð án þess að gefa til kynna að um forgangsakstur væri að ræða. Hann tók ekki bara fram úr mér heldur var eins og þarna væri á ferðinni manneskja sem gæti ekki beðið eftir að snjórinn kæmi í Oddskarðið til að fara í stórsvig. Ég var svo hneyksluð á þessu ökulagi á lögreglubíl þegar umræðan um hraðakstur hefur aldrei verið meiri. Að sjálfsögðu hefði þetta verið skiljanlegt ef bláu ljósin hefðu verið notuð. Þegar ég kom heim af fundi settist ég við tölvuna og skrifaði bréf til lögregluembættisins og stílaði það á aðstoðarvarðsjóra ( því ég vissi að hans yfirmenn eru í fríi). Í bréfinu stóð að ég hefði ekki getað náð bílnúmerinu sökum hraða bílsins svo ég vissi ekki hver bílstjórinn var. Ennfremur lísti ég yfir hneykslan minni þar sem þeir ættu að vera góð fyrirmynd fyrir hinn almenna borgara. Ég var ansi stollt af mér eftir sendingu bréfsins, að ég skyldi ekki bara röfla yfir þessu við vini og vandamenn heldur að láta heyra í mér á réttum stað, að mér fannst. Daginn eftir mætti lögreglan á bílastæði leikskólans og bað samstarfskonur mínar að skila því til mín að ég ætti að koma út á bílastæði og tala við þá. Ég var alveg viss um að þær væru að djóka en fór samt. Og viti menn þarna var lögreglubíll og inn í honum tveir einkennisklæddir lögreglumenn. Annar þeirra tjáði mér að hann hefði verið sá sem bílnum ók og spurði hvort ég vildi ekki taka niður númerið á bílnum. Ég hváði og sagði að þess þyrfti nú ekki lengur þar sem skilaboðin hefðu greinilega ratað á réttan aðila. Hann sagðist hafa verið á 113 km hraða og að það flokkaðist ekki undir ofsaakstur eins og ég hefði tekið til orða í bréfinu. Einnig tjáði hann mér að þeir mættu keyra á 113 km hraða án þess að láta bláu ljósi á. Sagði að ástæða þess að bláuljósin voru ekki notuð væri sú að hann hefði ekki nennt að hafa hálfan bæinn á eftir sér?????? Ég veit vel að hraðinn var meiri en ákvað að gera ekki meira mál yfir þessu. Þegar ég kom heim beið mín svar bréf sem hafði verið sent áður en þeir komu inn í vinnu og það var svo fáránlegt að ég ætla ekki að tjá mig um það hér en auðvitað sendi ég svar bréf til baka. hehehehehehe. Sumir eru greinilega yfir gagnrýni hafnir og ætli ég verði ekki hundelt af þeim næstu daga en það verður bara gaman.
Athugasemdir
Já ég geri það lögguskilaboðaskjóða. Þetta er svo spennó.
Yfir og út
Sóley Valdimarsdóttir, 29.9.2007 kl. 10:45
Jahérna Þoldi löggugreyið ekki að verða fyrir gagnrýni á aksturinn hjá sér! Það er greinilega ekki sama hver er undir stýri á hvaða bíl sem er
Huld S. Ringsted, 29.9.2007 kl. 12:18
Nei og þarna hitti skrattinn ömmu sína
Sóley Valdimarsdóttir, 29.9.2007 kl. 12:48
Það hlýtur að vera eitthvað að heima hjá þessum manni,lögreglan má aldrei fara yfir löglegan hraða nema með forgangsljósum,.En þetta var gott hjá þér, það er ágætt að þeir viti að fylgst sé með þeim,en þeir eru ekki hafnir yfir lögin frekar en ég og þú
Ari Guðmar Hallgrímsson, 29.9.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.