Unglingar og ekki unglingar.
23.9.2007 | 16:51
Það var nú kannski ekki rétt hjá mér að segja að þarna séu á ferðinni unglingar, nema ef fólk um og yfir tvítugt flokkist undir þann hóp. Það er svo spurning um hvort aldur fólks sé aðalatriðið í þessu máli heldur frekar dapurleg umgengni þeirra sem í hlut eiga.
Frétt af ruv
Skemmdarverk hafa verin unnin á leiktækjum á lóð leikskólans á Eskifirði undanfarnar vikur. Hópur unglinga hefur lagt það í vana sinn að halda til á lóð leikskólans og meðal þess sem hópurinn hefur skilið eftir eru sígarettustubbar og bjórflöskur. Svo langt hefur sóðaskapurinn gengið að kennarar á leikskólanum hafa þurft að þrífa upp ælur að morgni dags í nágrenni við leikskólann. Sóley Valdimarsdóttir leikskólastjóri segist hafa rætt málið við foreldra á Eskifirði og lögregluna þar og allir séu sammála um að bæta verði úr þessu ástandi. Hún segist þó ekki hafa neitt á móti því að unglingar leiki sér á lóðinni svo lengi sem því fylgi ekki sóðaskapur og skemmdarverk. Það að skilja eftir rusl á borð við sígarettustubba og bjórflöskur geti einnig augljóslega verið börnum á leiksólaaldri hættulegt. Á Eskifirði er starfandi félagsmiðstöð sem heitir Knellan en Sóley segir að hugsanlega eigi þessi hópur unglinga ekki athvarf þar.
Ég er bjartsýn á að það takist að koma fyrir þennan vanda nú þegar málið er komið í umræðuna.
Athugasemdir
Það er líka til hér félagsmiðstöð, Austurríki, sem er fyrir 16-25 ára, en ekki mæta þau þangað blessunin Það mætir bara yfirleitt engin þangað nema forstöðumaðurinn.
Annars get ég nú bara reddað þessu, verð bara á næturvöktum úr eldhúsglugganum mínum, þið bara útvegið nætursjónauka og þá er málinu reddað Verð þá ,,tæknilega" séð ennþá í vinnu hjá ykkur
Bjarney Hallgrímsdóttir, 23.9.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.