Góðan dag. (datt ekkert gáfulegara í hug sem fyrirsögn)

Hann pabbi minn er ekki sá sem hringir í vini og vandamenn eða er
duglegur að fara í heimsóknir. Það eru yfirleitt við hin sem hringjum
eða förum til þeirra í heimsóknir. En hann gerir sér fulla grein fyrir þessu og fann hjá sér
löngun um daginn að breyta til og vera sá sem hringdi. Hann hringdi sem
sagt í góðan vin sinn og töluðu þeir lengi vel og pabbi mjög stolltur
af framtaki sínu og fannst þetta bara ansi skemmtilegt. Nokkrum dögum
síðar dó þessi vinur hans ( kannski ekki tilviljun þar sem maðurinn var
rúmlega áttræður og mjög veikur). En ég tilkynnti pabba að ég skildi
bara hringja framvegis í hann en ekki öfugugt, ég ætla sko ekki að taka
neina sjénsa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Sem betur fer getum við pabbi gert góðlátlegt grín að þessu öllu og ég er hvergi smeik þegar hann hringir.

Sóley Valdimarsdóttir, 17.9.2007 kl. 17:43

2 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Hmmm eins gott að þú hringir oftar í hann en mig!!!!!!!!!  btw ég sakna þín.

Kristjana Atladóttir, 17.9.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband