Góðan dag. (datt ekkert gáfulegara í hug sem fyrirsögn)
16.9.2007 | 11:19
Hann pabbi minn er ekki sá sem hringir í vini og vandamenn eða er
duglegur að fara í heimsóknir. Það eru yfirleitt við hin sem hringjum
eða förum til þeirra í heimsóknir. En hann gerir sér fulla grein fyrir þessu og fann hjá sér
löngun um daginn að breyta til og vera sá sem hringdi. Hann hringdi sem
sagt í góðan vin sinn og töluðu þeir lengi vel og pabbi mjög stolltur
af framtaki sínu og fannst þetta bara ansi skemmtilegt. Nokkrum dögum
síðar dó þessi vinur hans ( kannski ekki tilviljun þar sem maðurinn var
rúmlega áttræður og mjög veikur). En ég tilkynnti pabba að ég skildi
bara hringja framvegis í hann en ekki öfugugt, ég ætla sko ekki að taka
neina sjénsa.
duglegur að fara í heimsóknir. Það eru yfirleitt við hin sem hringjum
eða förum til þeirra í heimsóknir. En hann gerir sér fulla grein fyrir þessu og fann hjá sér
löngun um daginn að breyta til og vera sá sem hringdi. Hann hringdi sem
sagt í góðan vin sinn og töluðu þeir lengi vel og pabbi mjög stolltur
af framtaki sínu og fannst þetta bara ansi skemmtilegt. Nokkrum dögum
síðar dó þessi vinur hans ( kannski ekki tilviljun þar sem maðurinn var
rúmlega áttræður og mjög veikur). En ég tilkynnti pabba að ég skildi
bara hringja framvegis í hann en ekki öfugugt, ég ætla sko ekki að taka
neina sjénsa.
Athugasemdir
Sem betur fer getum við pabbi gert góðlátlegt grín að þessu öllu og ég er hvergi smeik þegar hann hringir.
Sóley Valdimarsdóttir, 17.9.2007 kl. 17:43
Hmmm eins gott að þú hringir oftar í hann en mig!!!!!!!!! btw ég sakna þín.
Kristjana Atladóttir, 17.9.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.