Getur verið
19.8.2007 | 23:40
að klukkan um helgar gangi helmingi hraðar en á virkum dögum?
Helgin er búin að vera þrælfín. Í gær tók ég mig til og byrjaði að glugga í skólabækur og las um aðferðafræði og menntarannsóknir en ég fer í kúrs sem ber þetta skemmtilega nafn þessa önn. Eins og ævinlega í upphafi skólaárs er ég með stórar áætlanir um að nú skuli þetta gert af skynsemi. Lært reglulega og ekki farið í að gera verkefni korter fyrir skil. Það verður gaman að sjá hvernig gengur.
Í dag fórum við stórfjölskyldan, samtals 7 stykki, í berjamó. Það var mjög gaman og afraksturinn heilmikill. Nú verður sultað og búin til saft og berjavín. Enda nóg til af berjum. Ég hef aldrei séð svona mikið af berjum og þurftum við bara að fara aðeins uppfyrir bæinn.
Þegar heim var komið var grillað og öllum boðið í mat + tengdaforeldrunum. Mér finnst svo gaman að hafa húsið stundum fullt af fólki.
Þegar matargestirnir voru farnir komu Kristjana og Pétur í kaffi.
Semsagt líf og fjör alveg eins og ég vil hafa þetta.
Athugasemdir
Takk fyrir kaffið, tobleronið og góðan félagsskap
Kristjana Atladóttir, 20.8.2007 kl. 08:45
Hæ frænka. Þú fórst í berjamó - ég fór hins vegar í steinamó. Ég dró Trausta með mér í göngu á Móskarðshnúka í gær og meðan ég fór á fyrsta hnúkinn frá Skálafelli og kom mér þar fyrir og týndi líbarítflögur í mósaíkföndrið mitt, tók hann að sér gönguhlutann og fór á hina hnúkana þrjá. Ég náði þó að tína í mig nokkur ber á leiðinni, svona til að sýnast.
LKS - hvunndagshetja, 20.8.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.