Halla Rut og hennar barátta

Hér er hægt að lesa frásögn móður um baráttu sína við að fá inn á leikskóla fyrir dreng sinn sem er einhverfur. Þessi frétt birtist reyndar í júlí en ég var að lesa bloggsíðu Höllu fyrr í kvöld og rakst þá inn á umfjöllun hennar um þetta mál. Á heimasíðunni er linkur inn á bréf sem hún sendi yfirstjórn leikskóla í Reykjavík. Vildi bara vekja athygli ykkar á þessu málefni. Önnur bloggvinkona mín skrifaði um sína baráttu og hef ég séð margar færslur á netinu þar sem fólk er að lýsa samskonar sögum. Ég bara spyr á hvaða tímum lifum við. Ég tek það fram að báðar þessar konur eru að tala um daginn í dag en ekki aðstæður sem voru við lýði á Íslandi á fyrrihluta síðustu aldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Leit inna bloggið þitt og verð að segja að mér dauðbrá að sjá nafn mitt blasa við . Ég þakka þér fyrir að vekja máls á þessu, veitir ekki af. Ég hélt að mál mitt væri einsdæmi í dag en svo er sko aldeilis ekki. Hef komist heldur betur að því eftir að ég kom fram með mitt mál. Enn hefur ekkert verið gert í mínu máli svo ég viti þrátt fyrir loforðum frá leikskólaráði Reykjavíkurborgar. Ég skrifaði þeim síðasta föstudag en þá eru liðnir 3 mánuðir síðan ég lagði kvörtun mína fram. Ég hlakka til mánudagsins til að sjá hvort einhver viðbrögð verða. Við getum ekki sætt okkur við að fólk með fordóma og fólk sem vill ekki fötluð börn nálægt sér sé að vinna í skólakerfi okkar og sérstaklega ekki sem yfirmenn. 

Sóley ég sé að þú ert leikskólakennari. Þar sem þú ert að vekja máls á þessu þá treysti ég því að öll börn séu velkomin í þinn leikskóla og að þú veitir þeim eins mikla aðstoð og mögulegt og í þínu valdi er. Og smá frá mér til þín...Mundu að foreldrar eru oft í sorg og mjög viðkvæmir. Það munar svo miklu að segja eitthvað fallegt um barnið í enda dags.  Þið trúið ekki hversu mannskemmandi það er að heyra alltaf neikvæðu punktanna, stunurnar og sjá hausa hristast og augu ranghvolfast.

Ég vildi að þú hefðir verið leikskólastjóri í Heiðarborg og að sá leikskólastjóri starfaði í dósaverksmiðju. (má ekki gleyma að hafa smá húmor)

Góðar stundir og takk. 

Halla Rut , 19.8.2007 kl. 17:35

2 Smámynd: Halla Rut

Nei ég fékk aldrei póst frá þér. Sendu á halla@kjosehf.is

Halla Rut , 19.8.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband