Heimilisstörfin
15.8.2007 | 23:03
ganga enn mjög vel, þrátt fyrir hnuss, ohh, ýmis svipbrygði og þramm í tröppum. Tek það fram að eiginmaðurinn stendur sig mjög vel. Taldi það nú ekki stór mál að setja í þvottavél þegar við stelpurnar áttum þvottinn. Ég á yndislega fjölskyldu
Mjög oft lendi ég í skemmtilegum umræðum með ýmsu fólki. Þá kemur oft sú hugsun "Já þetta verð ég að blogga um og deila þessu með ykkur". En viti menn, þegar heim er komið er gjörsamlega slökkt á allri heilastarfsemi og allt það viskulega og allir þeir frábæru hlutir sem ég ætlaði að segja ykkur eru einfaldlega horfnir.
Við vinkonurnar vorum t.d að hugleiða hvaða áhrif bókin "Barnagælur" hafði á okkur. Mjög svo ógeðfelld bók sem margir hafa ekki getað lesið til enda. Bókin byrjar á kynlífsatriði sem er lýst á erótískan hátt. Þegar líður á lesturinn kemur í ljós að um er að ræða misnotkun á barni. Það sem við veltum fyrir okkur var: hvernig er hægt að lýsa misnotkun á barni á erótískan hátt? Höfundur bókarinnar er samt að lýsa atburðum með sjónarhóli gerandans sem upplifir atburðinn á þennan hátt. Hafið þið lesið þessa bók og ef já hvað fannst ykkur?
Athugasemdir
Númer 1. Á hvaða öld ertu þegar þú segir "eignmaðurinn stendur sig mjög vel" þegar þú skrifar undir fyrirsögninni "Heimilisstörfin". Mundi hann segja hún Sóley stendur sig svo vel þótt ég eigi uppvaskið. Eða hvað (þetta er til gamans)
Númer 2. Ég hef búið erlendis í rúmt eitt ár og veit ekki um hvaða bók þú ert að tala en byrjunin lætur allt lifandi á og í mér skríða. Bara titillinn einn ásamt því að vita um innihaldið fær mig til að arga yfir alla heimsbyggðina.
Halla Rut , 16.8.2007 kl. 00:06
Heheheheheh Halla þetta er góð spurning. En ég held að ég sé í núinu en en karlinn eitthvað aðeins á eftir.
Kær kveðja Sóley
Sóley Valdimarsdóttir, 16.8.2007 kl. 12:06
OMG ömurleg bók! ógeð. Ég ræð öllum frá því að lesa þennan viðbjóð um misnotkun barna!!!!! Sammála Höllu Rut um að langa til að arga yfir alla heimsbyggðina.
Kristjana Atladóttir, 16.8.2007 kl. 22:55
Ég veit bara ekki hvort ég treysti mér til að lesa þessa bók en ég held samt að ég eigi eftir að gera því nú veit ég að bókinni. Fer svo í taugarnar á mér hve dómar hér á Íslandi eru fáránlega mildir.
Halla Rut , 18.8.2007 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.