Ég hélt

óskaplega góða ræðu við kvöldmatarborðið í gærkveldi, eftir að hafa eldað dýrindis hamborgara.

En áður var ég búin að vera í ræktinni, heita pottinum og sjálfsögðu verið í vinnunni (ótrúlega öflug).

Jæja ræðan hljóðaði svo: Svona verður þetta.

Við stelpurnar sjáum um eldhúsið í dag og strákarnir um þvottinn. Næsta dag skiptum við og svo koll af kolli.

Meðlimir fjölskyldunar skulu ætíð bera mikla virðingu fyrir öðrum fjölskyldumeðlimum (með öðrum orðum: ekkert dýr má éta annað dýr. Sko innan fjölskyldunar).

Eftir ræðuna, sem engum datt í hug að vera ósammála (nú eða þorði ekki, eða hreinlega nennti því ekki með von um að ég myndi gleyma þessu hvort sem er  eftir nokkra daga) fórum við stelpurnar eins og ajax stormsveipur um eldhúsið og strákarnir önnum kafnir í að brjóta saman þvott. Ég leit stollt yfir hjörð mína og hugsaði: mikið rosalega er ég klár. Þau vita ekki að þetta er aðeins byrjunin. Þegar þetta er orðið öllum jafn tamt og að anda mun ég auka jafnt og þétt þau verk sem unnin skulu saman. (þetta er eina skiptið sem ég er glöð yfir að þau nenna ekki að lesa bloggið mitt).

 

Jæja unglingurinn hringdi í mig í dag og bað mig um að fara í búð. Ég minnti hann á að strákarni ættu eldhúsið og ef eitthvað þyrfti að kaupa væri það í þeirra verkarhring. (Taka skal fram að ég hafði undirstungð við manninn minn í gærkveldi hvað þeir skyldu elda.  Þetta gerði ég ekki til að stjórnast heldur af einskærri vantrú á að þeir kæmu sér saman um eitthvað.) Unglingurinn saup kveljur og tjáði mér að honum þætti mjög leiðinlegt að versla með föður sínum. Hann hélt áfram: "Æi hann kaupir alltaf bara það ALLRA nauðsynlegasta, en ekki svona allskonar auka dót eins og eins og þú mamma" Síðan reyndi hann fá mig til að kaupa pizzu til að setja í ofninn. Ég ætti nú ekki að ráða hvað væri í matinn þegar þeir ættu eldhúsið (allveg sammála, en of auðveldlega sloppið). Þegar ég kom heim gerði ÉG innkaupalistann(hehehehehehehehehe) og sendi þá í búðina. Þegar þeir komu heim útlistaði unglingurinn fyrir mér hversu mjög svo ömurlegar þessar reglur um að hjálpa til á heimilinu væru. "Þið eruð foreldrar og EIGIÐ bara að gera þetta"

Ætli hann fái ekki að ryksuga líka á morgun. Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Foreldrum ber skylda til margs til dæmis að fæða og klæða börnin sín en þá er bara að hafa hafragraut og makkarónugraut til skiptist og kaupa mjög ljót föt og athuga hvort tilætlunarsemin minnki ekki 

Kristjana Atladóttir, 15.8.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

þetta var fín ræða hjá þér, láttu strákinn bara hafa nóg af verkefnum, á endanum verður hann alsæll með það sem átti að vera í byrjun

Huld S. Ringsted, 15.8.2007 kl. 19:17

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

hahahaha, gott hjá þér og hvað var svo í matinn hjá þeim karlpeningnum?  Pizza eða?

En ætli unglingurinn ryksugi nokkuð á morgun né næsta, hann verður að heiman... ásamt mínum... EN ryksugan verður að sjálfsögðu á sínum stað á laugardag þegar þeir verða komnir heim

Bjarney Hallgrímsdóttir, 15.8.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Smart Sóley að setja reglur um hið daglega döj, nú er bara spurningin hver gefist upp á undan: þú eða unglingurinn ...

LKS - hvunndagshetja, 17.8.2007 kl. 17:13

5 identicon

Mér persónulega finnst þetta bara ekkert sniðugt.!:D

Valdimar (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 00:38

6 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Ó ert þú hér Valdimar (sko unglingurinn mættur). Nei ég veit að þér finnst þetta ekki sniðugt en þú lærir að meta það seinna. Eða allavega konan sem þú kannski giftist. Farðu svo að sofa í hausinn á þér.

Sóley Valdimarsdóttir, 23.8.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband