Komin heim
6.8.2007 | 23:11
Jæja þá fer nú að styttast í að sumarfríð klárast. Þetta líður allt ósköp hratt. Við mæðgur komum heim sl. fimmtudag og verð að segja að þó að ég hafi verið í burtu frá heimilinu í mánuð þá langaði mér bara alls ekkert heim. Úps skrítið.
Við vorum með annan fótinn á Neistaflugi um helgina og það var rosalega flott eins og alltaf. Valdimar var að spila 2x á laugardag og gekk það mjög vel. Við mæðginin vorum eitthvað að tala um drykkju eitt kvöldið og ég var að spyrja um þessa og hina krakka sem ég veit að eru farnir að drekka. Þegar ég spurði um einn strák sem við þekkjum sagði Valdimar " hann var bara búinn að drekka einn bjór" já gott hjá honum þar sem hann er nú BARA 15 ára. Það er orðið eitthvað svo eðlilegt að ungir krakkar séu farnir að drekka að þeir fela það ekki einu sinni heldur drekka bara fyrir framan alla og komast upp með það. Rosalega skrítið. Ég t.d. get ekki hugsað mér sem leikskólastjóri að drekka áfengi úti þar sem börn á leikskólanum geta verið. Ég er bara svona vitlaus. Ég er kannski bara að verða svona gamaldags í hugsun en þetta er bara mín skoðun.
Ein brandari í lokin. Veistu hvað skórinn sagði við hinn skóinn? Er líka reimt hjá þér. hehehehehehe
Athugasemdir
Það er erfitt að finna mörkin milli vinnu og frítíma þegar maður vinnur starf eins og við vinnum. Það er bara raunveruleikinn að útá landi eru ekki skýr mörk þarna á milli og vinnan eltir mann oft heim. Svona er uppeldisgeirinn elskan.
Leitt að þér fannst ekki gott að koma heim. Mér fannst gott að fá þig heim, ég saknaði þín meðan þú varst í burtu.
Drykkja unglinga er endalaust áhyggjuefni foreldra. Hins vegar er betra að um sé að ræða bjór en blöndu með vodka.
Horfðu á björtu hliðarnar, heimurinn hann gæti verið verri.
Kristjana Atladóttir, 7.8.2007 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.