Þú hvarfst

Þú hvarfst

þér sjálfum og okkur

hvarfst

inn í höfuð þitt

dyr eftir dyr luktust

og gátu ei opnast á ný

þú leiðst

hægt á brott

gegnum opnar bakdyr

bústaður sálarinnar

sál þín er frjáls

límkami þinn hlekkjaður 

við líf

sem ekki er hægt að lifa

þú horfir framhjá mér

tómum augum

engin fortíð

engin framtíð

engin nútíð

við fegnum aldrei að kveðjast.

               Tove Findal Bengtsson

                snúið úr dönsku af Reyni Gunnlaugssyni          

 

Þetta ljóð er mér hugstætt þessa dagana. Um þessar mundir eru tvö ár síðan Þröstur bróðir fór snögglega frá okkur og svo er hún elskuleg mamma mín að hverfa alltaf meira og meira frá okkur vegna hins ömurlega sjúkdóms alzheimers. En svona er þetta bara og ekkert við því að gera. Þetta verður víst að hafa sinn gang.  
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Takk fyrir og sömuleiðis. Veit hvernig þunlyndið getur farið með fólk og vona svo sannarlega að þú getir lifða eins sáttur og hægt er með þundlyndið þér við hlið. Takk fyrir að commenta það er alltaf gaman að fá viðbrögð við skrifum sínum.

Með kærri kveðju 

Sóley Valdimarsdóttir, 23.6.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband