Nú þarf ekki lengur að velta því fyrir sér
20.5.2007 | 18:01
hvað á að kjósa. En mikið óskaplega skammast ég mín stundum að vera í flokki spenndýra sem kallast manneskjur. Þessi hópur spenndýra er að því er virðist ansi óþroskaður, samanber þá háu herra sem kallast þingmenn. Þessi grey haga sér eins og litlir krakkar í leikskóla. Núna eru Framsóknarmenn í ógurlegri fýlu og finnst sem allir séu vondir við þá. Þegar Jón og Geir tilkynntu fjölmiðlum að stjórnarslit höfðu orðið var Jón spurður að því hvort hann teldi að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli hans og Geirs. Hann taldi svo ekki vera fyrr en daginn eftir þá allt í einu var komið annað hljóð í strokkinn og Sjálfstæðismenn orðnir svo vondir og ómerkilegir. Hvers vegna gat hann ekki sagt þetta þegar Geir sat við hliðina á honum? Kannski fattaði hann þetta bara ekki svona einn og sjálfur, kannski var honum hjálpað með að fatta plottið. Nei ekki veit ég en eitt veit ég þó að þetta er svo mikil dramatík allt saman að framleiðendur Dallas höfðu ekki svo frjótt ímyndurnarafl.
Í Silfur Egils í dag var verið að fjalla um auglýsingu Jóhannesar í Bónus þegar hann hvatti fólk til að strika yfir nafn Björns Bjarnasonar. Einn að viðmælendum Egils var Pétur Tyrfingsson. Hann kom með einhverja kenningu af plottinu sem lá á baki þessarar aulýsingar. En hún var á þá leið að kjósendur væru svo vitlausir að margir hefðu kosið Samfylkinguna en strikað yfir nafn Björns og þar með gert atkvæðaseðilinn ógildann. Ég er ekki alveg að fatta þetta plott en það sem stakk mig var það að Pétur skildi leyfa sér að segja að kjósendur væru svo vitlausir, í sjónvarpsþætti. Svona blaður er í lagi manna á milli en ekki á opinberum vettvangi. Eins vissi Pétur alveg upp á hár hvernig Geir hugsaði myndun nýrar stjórnar og fór mikinn í að deila því með sjónvarpsáhorfendum. Fyrst hefði Geir hugsað svona og svo gert þetta svona. Nei ég veit ekki hvernig Pétur veit hvernig fólk hugsar nema kannski að Geir sé i sálfræðimeðferð hjá honum, en þá má hann náttúrulega ekki uppljóstra hvað þeim fer á milli.
Það verður gott að komast í vinnuna á morgun inn í leikskóla og vera innan um krakkana sem hafa sama þroskastig og sumt fullorðið fólk en hafa það samt framyfir fullorðna fólkið að vera yndisleg og kunna að skammast sín þegar þau gera eitthvað sem ekki er viðurkennd hegðun og segja fyrirgefðu frá hjartanu. Hvenær glatar maður þessum hæfileika þegar maður verður það sem er kalla fullorðinn?
Athugasemdir
Heyr, heyr........ já þau eru yndisleg þessi börn og hjartanlega einlæg :) Ég tel samt að það glati ekki allir þessum eiginleika þótt fram á fullorðinsárin sé komið, það þarf samt vissan þroska til að halda honum.
Kristjana Guðmunds (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.