Aumingja hænurnar

Við hjónin vorum að spjalla um daginn um eggjatínslu. Raggi vildi ólmur
fara í göngu meðfram fyrðinum og tína þar egg. Ég fór þá að velta fyrir
mér hvort þetta flokkaðist undir fóstureyðingu eða hvað? Ég sagði að
mér þætti þetta ekki fallegt. Aumingja fuglarnir búnir að fljúga
jafnvel langa leið til að eignast afkvæmi og hvað svo. Nei nei, kemur
ekki eitthvað fólk á heilsubótargöngu og tekur eggin. Sorry birdy
gengur bara betur næst. Þetta er ekki bara ljótt heldur ógeðslega ljótt
að gera svona. Þá fór ég að hugsa aðeins lengra, hvað með allar
hænurnar sem eru á hænsnabúunum. Þær hljóta að vera orðnar yfirbugaðar
af sorg. Alveg sama hvað þær reyna að verpa eggjum og fjölga sér, þá
skal alltaf einhver koma og tína eggin. Ég var rosalega fegin að við
fundum engin egg og fórum heim og ég eldaði KJÚKLING.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehheehheheheh:)

kjúklingar eru góðir...

Badda (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 19:41

2 Smámynd: Kristjana Atladóttir

LOL  að tína egg er ekki fóstureyðing darrrrling.  Eggjatínsla er bara eggjatínsla.

Kristjana Atladóttir, 6.5.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband